Skilmálar

Um vefsíðu þessa, islandrun.is gilda eftirfarandi skilmálar

Almennt

islandrun.is er rekið af Eyjaskokk, kt: 4208180920 með heimili að Vestmannabraut 38, 900 Vestmannaeyjar. Netfang islandrun er info@islandrun.is
Meginn tilgangur þessarar vefsíðu er að halda utan um skráningar í hlaup/göngur sem Eyjaskokk stendur fyrir í Vestmannaeyjum ásamt því að taka við greiðslum vegna skráningur í þessa viðburði.

Eyjaskokk áskilur sér rétt til að ógilda miðakaup t.d. vegna rangra verð- eða magnupplýsinga sem koma fram í vefverslun. Þetta á einnig við ef villur koma upp í reiknireglum vefverslunar. Einnig áskilur Eyjaskokk sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á einstakar vörur fyrirvaralaust.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Verð

Verð í vefverslun er án vsk og geta breyst án fyrirvara. Allar vörur í vefverslun eru birtar með fyrirvara um villur í verði, magni eða texta.

Afhending vöru

Afhending vöru (aðgangsmiði í hlaup/göngu) fer fram um leið og greiðsla hefur verið innt af hendi og er aðgangsmiðinn afhentur rafrænt í pósti til þess aðila sem skráður er hverju sinni.
Ef aðgangsmiði berst ekki rafrænt einhverra hluta vegna er hægt að óska eftir að fá hann sendann rafrænt en þá einungis á það netfang sem skráð er fyrir miðanum.

Greiðslur, skilafrestur og endurgreiðslur

Greiðslur vegna miðakaupa fara fram í gegnum vefsíðu islandrun.is en allar greiðslur eru keyrðar í gegnum örugga greiðslulausn frá Rapyd.

Endurgreiðslur vegna miðakaupa er ekki í boði. Hægt er að nafnabreyta miðanum til 1. apríl 2022 en eftir það er ekki hægt að gera frekari breytingar á aðgangsmiða.

Keppendur

Keppendur þurfa að vera í nægilega góðu formi til að takast á við mismunandi hindranir hverju sinni svo sem breytingu á braut, breytingu á veðri eða annarra þátta sem mótshaldarar geta ekki stjórnað.
Keppendur eru á eigin ábyrgð og þurfa þar að leiðandi að hafa færni til að taka á við óvæntar aðstæður sem gætu komið upp.

Kærur

Þátttakendur sem telja að á sér hafi verið brotið geta lagt fram kæru til mótshaldara.

Kæra þarf að berast skriflega til hlaupstjóra á meðan hlaupið stendur yfir.

Kæra vegna heildarúrslita í karla- og kvenna flokki þarf að berast í síðasta lagi kl. 20:00 daginn eftir hlaupadag.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Frekari upplýsingar um persónuverndarstefnu islandrun.is má lesa hér

Lögsögu og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

 

Við miðakaupa samþykkir þú, kærir hlaupari ofantalda skilmála.